17 Ágúst 2011 12:00

Karl á þrítugsaldri var staðinn að ofsaakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Bíll hans mældist á 155 km hraða en manninum var veitt eftirför uns hann nam staðar í Breiðholti. Þá kom jafnframt í ljós að ökumaðurinn var í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.