23 Ágúst 2011 12:00

Kona um fimmtugt var stöðvuð í miðborginni um helgina en sú var á reiðhjóli og þótti lögreglumönnum aksturslagið heldur einkennilegt. Konan var afar ósátt með þessi afskipti, hreytti út úr sér fúkyrðum og hrækti á laganna verði. Hún var látin blása í áfengismæli en niðurstaðan staðfesti grunsemdir lögreglu um að konan væri með öllu ófær um að vera á reiðhjóli í þessu ástandi. Hún var því næst flutt á lögreglustöð en síðan sleppt fljótlega úr haldi þegar hún hafði róast og sýnt þótt að hún færi sér ekki að voða. Fór konan þá sína leið fótgangandi.