2 Febrúar 2007 12:00

Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í Reykjavík í gærkvöld. Á öðrum staðnum var hringt í foreldra á þriðja tug nemenda og þeir látnir sækja börn sín. Eitt ungmennið var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild. Annar ölvaður unglingur var handtekinn vegna óláta og færður á lögreglustöð.

Af sömu ástæðu var haft samband við foreldra á annan tug ungmenna sem voru á hinu skólaballinu. Þeir krakkar höfðu líka drukkið ótæpilega en þess ber að geta að bæði böllin áttu að sjálfsögðu að vera áfengislaus.