31 Ágúst 2011 12:00

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gær og nótt en þeir voru stöðvaðir í Háaleitishverfi og miðborginni. Um var að ræða tvo karla, annar er á þrítugsaldri  en hinn á fertugsaldri. Þá var tvítugur piltur stöðvaður við akstur í Hafnarfirði í gær en hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Sá var jafnframt með fíkniefni í fórum sínum.