27 Apríl 2015 20:31
Nemendur í Verzlunarskóla Íslands létu hráslagalegt veður ekki aftra sér í dag, en í hádeginu skunduðu þeir í miðborgina á árlegum peysufatadegi skólans. Þar var stiginn dans, líkt og löng hefð er fyrir, gestum og gangandi til mikillar ánægju. Lögreglan var á staðnum og hafði einkar gaman af. Hinir prúðbúnu nemendur eru á öðru ári í Verzlunarskólanum, en eftir skemmtun dagsins tekur próflesturinn við.