25 September 2017 13:52

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Málið telst að fullu upplýst en tveir karlmenn á fertugsaldri voru handteknir vegna málsins. Einn karlmaður og tvær konur voru einnig handtekin vegna gruns um að hafa veitt þýfi móttöku. Eitthvað af skartgripunum var endurheimt.