18 Júní 2019 15:44

Að undanförnu hefur borið nokkuð á reiðhjólaþjófnaði á höfuðborgarsvæðinu, en þjófarnir eru ansi bíræfnir og stela líka hjólum sem eru tryggilega læst með lásum og jafnvel keðjum. Virðist sem reiðhjól þurfi helst að geyma innandyra svo þau fái að vera í friði fyrir óprúttnum aðilum, en því miður hafa ekki allir aðstöðu til þess. Ætla má að þjófarnir reyni að selja hjólin og því mikilvægt að fólk tilkynni til lögreglu ef það grunar að reiðhjól, sem það hyggst kaupa, sé illa fengið. Upplýsingar um reiðhjól í óskilum hjá lögreglu er hægt að nálgast á Pinterest síðunni okkar.

Óskilamunir