16 Nóvember 2006 12:00
Sextán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Flest voru þau minniháttar og engin teljandi slys urðu á fólki. Nokkrir bílar skemmdust í rokinu í gær en á þá fuku lausir munir. Tengivagn valt í Kollafirði og á sama stað fór bíll út af veginum. Bæði óhöppin eru rakin til veðursins.
Lítið bar á hraðakstri en síðdegis í gær stöðvaði lögreglan för konu á áttræðisaldri en hún ók bíl sínum gegn einstefnu. Undir morgun var 18 ára piltur tekinn fyrir ölvunarakstur. Jafnaldri hans var tekinn annars staðar í borginni en sá keyrði bíl þrátt fyrir að hafa aldrei öðlast ökuréttindi.