17 Janúar 2012 12:00

Tilkynnt var um tjón á tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu í gær en stungið hafði verið á öll dekk þeirra. Bílarnir voru á sama bifreiðastæðinu og tjónvaldurinn því væntanlega hinn sami í báðum tilvikum. Umráðamaður bílanna hafði ákveðinn aðila grunaðan og sagði þetta snúast um ástir og afbrýðisemi. Mál af sama toga hafa áður komið á borð lögreglu.