10 Október 2019 14:05

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjarlægir reglulega skráningarnúmer af ökutækjum í umdæminu sem eru ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja, en á síðasta ári voru fjarlægð skráningarnúmer af um 2.150 ökutækjum af þessum ástæðum. Eigendur og umráðamenn þessara ökutækja bera við ýmsum ástæðum fyrir því að látið er hjá líða að hafa þessa hluti í lagi. Á meðal skýringa er t.d. að viðkomandi hafi gleymt að færa ökutæki til skoðunar eða viti hreinlega ekki hvenær á að færa það til skoðunar. Vegna þess síðarnefnda er rétt að minna á að allar upplýsingar þar að lútandi er að finna á heimasíðu Samgöngustofu og því ætti enginn að þurfa að velkjast í vafa um þetta.

Samgöngustofa