17 Febrúar 2011 12:00

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær ein tilkynning um slys sem má rekja til hálku en síðdegis datt kona á göngustíg í Grafarvogi. Hún var flutt á slysadeild og reyndist hafa ökklabrotnað. Þá duttu tvær fullorðnar konur, önnur innandyra en hin utanhúss, á Seltjarnarnesi í gær og voru þær báðar fluttar á slysadeild til aðhlynningar. Önnur þeirra var illa áttuð þegar lögreglan kom á vettvang og hafði hún fengið skurð á hnakkann. Og í nótt féll stúlka um tvítugt niður stiga í húsi í borginni. Henni var komið undir læknishendur en ekki er vitað frekar um líðan hennar.