25 Október 2021 12:47
Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í einangrun eftir að COVID-19 smit greindust hjá embættinu og tíu til viðbótar eru í sóttkví. Til að fyllsta öryggis verði gætt er ráðgert að tvö hundruð starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fari í skimun og stendur sú vinna yfir.
Þrátt fyrir ofangreint gengur starfsemi embættisins fyrir sig með eðlilegum hætti og hefur ekki áhrif á þau útköll sem lögreglan þarf að sinna.
Sú staða sem er uppi minnir okkur hins vegar á að COVID-19 er hvergi nærri lokið og því mikilvægt að fara varlega og huga að sóttvörnum í hvívetna.