22 Maí 2012 12:00
Lögreglumenn geta átt von á ýmsu í starfi sínu eins og glögglega kom í ljós í austurborginni um helgina. Í ónefndu húsi þar reyndist vera snákur en dýrið var tekið í vörslu lögreglu og síðan flutt á dýraspítala þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Um var að ræða svokallaðan kornsnák og var hann rúmlega einn metri að lengd.
Kornsnákur sem fannst í austurborginni.