Bruni í Garðabæ
5 Apríl 2018 10:03

Stórbruni í Garðabæ veldur því að eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi og verið er að rýma hús í nágrenninu. Fólk er beðið að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitastigið ef það verður vart við reyk. Bæði slökkvilið og lögregla eru á staðnum, auk annarra viðbragðsaðila, og er fólk vinsamlegast beðið að halda sig fjarri brunavettvangi, bæði vegna hugsanlegrar eitrunar og einnig til að gera viðbragðsaðilum kleift að vinna sína vinnu.

Bruni í Garðabæ