24 Desember 2009 12:00
Landssamband lögreglumanna hefur fært dagsetri Hjálpræðishersins við Eyjaslóð og kaffistofu Samhjálpar við Borgartún veglega styrki en báðir aðilar fá 250 þúsund krónur í sinn hlut og koma peningarnir úr Líknar- og hjálparsjóði Landssambandsins. Þessi háttur er hafður á um hver jól en sjóðurinn styrkir líknarfélög eða þá sem aðstoða þá er minna mega sín. Það hefur verið lögreglunni mikil ánægja að fylgast með starfsemi þessara aðila þar sem margir skjólstæðingar hennar hafa fengið góða þjónustu. Með fjárhagsstuðningum eru dagsetri Hjálpræðishersins við Eyjaslóð og kaffistofu Samhjálpar við Borgartún þakkað fyrir mikilvæg störf sem unnin eru af mikilli fórnfýsi.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar styrkirnir voru veittir en við þeim tóku kapteinn Rannvá Olsen og sonur hennar Pétur Ingimar Sigurðsson fyrir hönd Hjálpræðishersins og Heiðar Guðnason, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Með þeim á myndinni eru Geir Jón Þórisson og Gissur Guðmundsson, stjórnarmenn í Líknar- og hjálparsjóði LL.