16 Júní 2017 16:40

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist til eyrna fregnir af atvikum þar sem vinalegir, erlendir menn nálgast fólk á förnum vegi, t.d. til að óska eftir leiðbeiningum, en bjóða þeim síðan dýr föt til kaups, en að sjálfsögðu á afar góðum kjörum. Stundum vilja þeir ekki fé, heldur fá greiðslu í einhverskonar vörum, t.d. nýjum, dýrum farsímum. Varla þarf að nefna að þarna er mjög líklega um svik að ræða og eðlilegt að ef fólk verði vart við svona að kalla þá til lögreglu gegnum 112.