24 Apríl 2019 18:30

Víðavangshlaup ÍR verður haldið í 104. sinn á morgun, sumardaginn fyrsta. Samfara því verður hlaupið 2,7 km skemmtihlaup. Víðavangshlaupið hefst í Tryggvagötu við Pósthússtræti og endar þar einnig. Meðan á hlaupinu stendur verða nokkrar lokanir á götum í miðborginni. Á meðfylgjandi korti er mynd af hlaupaleiðinni og þeim götum sem lokaðar verða vegna hlaupsins (rauðmerktar). Lokanir og takmarkanir á umferð verða frá kl. 11 -14. Búast má við truflun á umferð og því þurfa hlauparar, bílstjórar og aðrir vegfarendur að gæta varúðar. Búist er við 650 þátttakendum í hlaupið.