5 Febrúar 2005 12:00

Í gær lauk námskeiði í þjálfun fíkniefnaleitarhunda sem staðið hefur yfir undanfarnar fjórar vikur í samstarfi ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar í Reykjavík og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. Sérfræðingur norsku tollgæslunnar Rolf von Krogh sá um þjálfun og próf en honum til aðstoðar var Ester Pálmadóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Alls voru sjö hundaþjálfarar og hundar á námskeiðinu, einn frá tollgæslunni, einn frá lögreglustjóranum í Reykjavík og fimm frá lögregluliðum af landsbyggðinni. Námskeiðið tókst vel. Rolf mun koma á ný til landsins í vor og m.a. gera úttekt á þjálfurum og hundum.