28 Febrúar 2014 12:00
Karl og kona á þrítugsaldri voru handtekin í miðborginni eftir hádegi í gær, en þau höfðu stolið fatnaði í ónefndri verslun. Parið var flutt á lögreglustöð, en maðurinn reyndist jafnframt eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Skömmu síðar var karl á þrítugsaldri handtekinn í austurborginni, en sá hafði stolið úlpu í grunnskóla. Starfsmenn skólans sáu til þjófsins og létu lögreglu vita. Síðdegis voru höfð afskipti af konu á þrítugsaldri, en hún stal vörum úr verslun í Kópavogi. Konan komst til síns heima í Reykjavík, en þar höfðu lögreglumenn uppi á henni og endurheimtu vörurnar, sem reyndust óskemmdar.