29 Júní 2021 17:35

Nú þegar innanlandstakmarkanir vegna sóttvarna hafa verið felldar úr gildi er ástæða til að gleðjast. Þessu langþráða marki höfum við náð með samstilltu átaki þar sem persónulegar sóttvarnir vógu þungt. Þær varnir hafa ekki bara hamið og haldið Covid í skefjum heldur dregið mjög úr öðrum smitsjúkdómum s.s. kvefi og inflúensu. Þegar við nú erum laus við grímuskyldu og fjölda- og nándarmörk ættum við þó hvert og eitt að huga áfram að persónulegum sóttvörnum til frambúðar og halda þannig alls kyns pestum frá.

Þá minna nýlega greind smit okkur á að við höldum okkur heima ef kvef eða pestareinkenna verður vart. Leitum þá ráðgjafar í heilsugæslunni um sýnatöku líkt og áður.

Enn eru takmarkanir á landamærum og enn eru smit að greinast á landinu. Njótum frjálsræðisins en gætum þó að okkur enn um sinn. Gerum þetta saman.