25 Febrúar 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst tvö rán, sem voru framin í verslunum í vesturbæ Reykjavíkur um helgina. Karl á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið þau bæði, en maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. mars á grundvelli almannahagsmuna.

Fyrra ránið átti sér stað á föstudagskvöld, en það seinna á laugardag. Maðurinn, sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.