13 Apríl 2022 16:08

Viðbúið er að margir verði á faraldsfæti um páskana og því minnir lögreglan alla vegfarendur á að fara varlega í umferðinni. Á þessum árstíma eru ökumenn gjarnan farnir að „kitla pinnann“ og þess sáust merki í umferðinni í gær. Allnokkrir voru sektaðir fyrir vikið og sömuleiðis voru ökumenn staðnir að því að tala í símann án handfrjáls búnaðar. Sektarbókin fór því oft á loft, en hætt er við að þetta komi illa við pyngjuna hjá flestum. Ökumenn eru því hvattir til að vera réttu megin við lögin, ekki bara til að forðast óþarfa útgjöld, heldur til að stuðla að umferðaröryggi allra.

.