26 Maí 2017 12:38

Sumarið er tími framkvæmda og því viðbúið að umferðin gangi hægar fyrir sig, ekki síst virka daga á morgnana og síðdegis. Þess höfum við þegar séð dæmi um, t.d.á Miklubrautinni, og því nauðsynlegt að ökumenn gefi sér nægan tíma til að komast á milli staða. Umferðartafir geta líka verið af öðrum ástæðum, en undanfarna daga hefur verið óvenju mikil umferð um Reykjanesbraut í nágrenni við Kauptún í Garðabæ. Þar opnaði ný verslun, sem fólk flykkist í og umferðin þar í kring er í samræmi við það. Við minnum því ökumenn á að vera þolinmóða og sýna tillitssemi, en það gildir auðvitað í umferðinni alltaf og alls staðar.