19 Maí 2017 11:27

Um 130 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morgun, laugardaginn 20. maí, klukkan 11. Þetta eru reiðhjól sem hafa fundist í óskilum víða í umdæminu og enginn hefur hirt um að sækja. Uppboðið verður haldið í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík. Væntanlega verður líf og fjör á uppboði lögreglunnar enda á það sér langa sögu og á þeim er jafnan múgur og margmenni. Fyrst verða reyndar boðnar upp fáeinar barnakerrur og barnavagnar, en síðan barnahjól og stóru reiðhjólin.