8 Júlí 2011 12:00
Ökumaður var handtekinn eftir umferðaróhapp í Norðlingaholti skömmu eftir hádegi. Engan sakaði en hinn handtekni er karl á þrítugsaldri sem hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Maðurinn, sem var undir áhrifum fíkniefna, var á stolnum bíl. Um svipað leyti var konu á sextugsaldri gert að hætta akstri í Breiðholti. Hún hafði neytt áfengis en var þó undir leyfilegum mörkum. Fyrr í dag stöðvaði lögreglan svo bíl í Kópavogi en við stýrið var 18 ára piltur sem hefur aldrei öðlast ökuréttindi.