20 Febrúar 2012 12:00

Sem fyrr hafði lögreglan afskipti af fjölmörgum ökumönnum og ökutækjum um helgina. Þannig voru skráningarnúmer fjarlægð af rúmlega eitt hundrað ökutækjum víðsvegar í umdæminu en þau voru ýmist ótryggð eða óskoðuð, og jafnvel hvorutveggja. Sömuleiðis var mikið um stöðubrot á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan hafði líka afskipti af liðlega eitt hundrað ökutækjum vegna þessa.

Þá stöðvaði lögreglan allmarga ökumenn sem voru að tala í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað. Hinir sömu eiga 5.000 króna sekt yfir höfði sér en einn þeirra, karl á fertugsaldri, þarf væntanlega að borga gott betur en það. Sá gerðist nefnilega líka sekur um svigakstur, ranga akreinanotkun, vanræsku á merkjagjöf og akstur gegn rauðu ljósi. Ekki er alveg allt upptalið enn því þess má ennfremur geta að maðurinn notaði ekki bílbelti.