11 Febrúar 2011 12:00

Eins og fram hefur komið hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í ýmsu að snúast í óveðrinu í gærkvöld og nótt. Hlutir tókust á loft víða í umdæminu og t.a.m. var nokkrum sinnum kallað eftir aðstoð frá íbúum í Hafnarfirði. Á Völlunum brotnaði sólpallur í veðurofsanum, trampólín fauk í Setberginu og annars staðar í bænum fuku garðhúsgögn. Annars voru það helst svalahurðir sem voru að fjúka upp á höfuðborgarsvæðinu og líka gluggar. Sömuleiðis fóru einstaka ruslatunnur á flug og í Kópavogi fauk kerra á bíl. Ekki var ástandið betra á Kjalarnesi en í nótt fauk þar húsbíll á hliðina.