9 September 2015 09:26

Mikið var að gera hjá okkar fólki í nótt – en eftir kl.19 fór að bera á útköllum vegna veðurs, fyrst í Hafnarfirði og Kópavogi en síðan um allt svæðið. Um kl.01:00 voru björgunarsveitir kallaðar út þegar einsýnt var að vakthafandi lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu komust ekki yfir þau verkefni sem til féllu. Fok af ýmsum toga, mest bar þó á trampolínum. Þegar mest var Slysavarnarfélagið Landsbjörg með 6 flokka úti, alls 24 manns.

Tilkynnt var um a.m.k. 22 laus trampolín en í nokkrum tilvikum höfðu þau valdið tjóni. Tilkynnt var um þrjú tré sem höfðu fallið en þar varð m.a. tjón á bifreiðum. Þá fuku vinnupallar og margt annað en í heildina voru veðurtengd útköll ca.70 talsins. Útköllum fór þá að fækka um kl.05 og hættu björgunarsveitir störfum um 05:40.

Við viljum þakka björgunarsveitafólki sérstaklega fyrir aðkomu sína, en minna fólk á að í kvöld er einnig spáð vondu veðri og því gott að nota daginn í að festa þá muni sem gætu fokið, td.Trampolínin margfrægu.