15 Júlí 2016 08:34

Í dag er stefnt að því að fræsa Fjarðarhraun á milli Engidals og gatnamóta við Hólshraun. Vinnusvæði verður opið en þrengt verður að umferð á þeim stöðum sem fræsingar fara fram hverju sinni og búast má við smávægilegum töfum meðan á framkvæmdum stendur. Áætlað er að framkvæmdin standi yfir milli kl. 9 og 13.

Í kvöld og aðfaranótt laugardags er sömuleiðis stefnt að því að malbika gatnamót á Reykjanesbraut við Kaplakrika. Vegkaflinn verður lokaður og hjáleiðir merktar meðan á framkvæmd stendur. Einnig er stefnt að því að malbika Fjarðarhraun á milli Engidals og gatnamóta við Hólshraun. Vegkaflinn verður lokaður meðan á framkvæmd stendur og hjáleiðir merktar. Áætlað er að framkvæmdin standi yfir milli kl. 20 til kl. 06.

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.