6 Júlí 2016 10:52

Í dag verða vegaframkvæmdir á svæðinu sem nær frá Suðurströnd (við Eiðstorg), Eiðsgranda, Ánanaust, Mýrargötu og Geirsgötu. Byrjað verður við Suðurströnd og unnið til austurs ( í átt að miðbæ).
Þrengt verður að umferð á þeim stöðum sem viðgerðir fara fram og búast má við smávægilegum töfum meðan á framkvæmdum stendur. Vinnan hefst kl. 10 og stendur fram eftir degi.

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.