12 September 2018 10:12

Það getur reynst varasamt að draga björg í bú eins og hér má sjá, en þessir veiðimenn freistuðu gæfunnar á gamla hafnargarðinum í Hafnarfirði. Þeir hættu sér heldur langt út eftir honum og lentu fyrir vikið í miklum ógöngum. Kalla varð til björgunarsveitina til að koma mönnunum til hjálpar og voru þeir færðir í land heilu og höldnu. Veiðiferðinni gleyma þeir sjálfsagt ekki í bráð en engum sögum fer af aflabrögðum þeirra. Við mál eins og þetta er mikilvægt að minna á nauðsyn þess að kynna sér aðstæður áður en haldið er til veiða, en þær geta auðveldlega breyst, t.d. vegna sjávarfalla.