4 Apríl 2003 12:00
Tvennt er í haldi lögreglunnar í Hafnarfirði í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, þann 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða 19 ára pilt og 17 ára stúlku. Þau hafa bæði verið yfirheyrð af lögreglu, auk þess sem húsleit hefur verið gerð. Ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu verður tekin í fyrramálið.