23 Júlí 2020 09:21

Að venju eru ýmsar framkvæmdir fyrirhugaðar á höfuðborgarsvæðinu, en nefna má að í dag, fimmtudag, er stefnt á að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi á milli Höfðabakka og Suðurlandsvegar. Sömuleiðis er áformað að vinna við fræsun malbiksslitlaga í Skipholti milli Háteigsvegar og Háaleitisbrautar annars vegar og hins vegar í Stórholti milli Skipholts og Lönguhlíðar. Þar verður lokað verður fyrir almenna umferð meðan á framkvæmdum stendur. Þá á einnig að malbika Ægisgötu, milli Ránargötu og Túngötu, og Túngötu, milli Suðurgötu og Ægisgötu, í dag. Í Hafnarfirði er á dagskrá að malbika Víðivang í dag og Miðvang á morgun, föstudag, á milli Hjallabrautar og Þrúðvangs.

Viðbúið er að allar þessar framkvæmdir muni valda einhverjum vegfarendum óþægindum, en hinir sömu eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi.