23 Júlí 2007 12:00

Um helgina stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu för sautján ökumanna sem höfðu ýmist þegar verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta voru fimmtán karlar og tvær konur en þau voru tekin víðsvegar í umdæminu. Ökumennirnir eru á ýmsum aldri en sá elsti í hópnum er á níræðisaldri. Langflestir eru þó á þrítugs- eða fertugsaldri.

Fimm í þessum sama hópi ökumanna reyndust jafnframt vera ölvaðir og tveir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.