13 September 2007 12:00

322 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir afskiptahraða á Bústaðavegi í gær og fyrradag. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél en hinir brotlegu óku að jafnaði á liðlega 74 km hraða. Fjörutíu og einn ökumaður var mældur á yfir 80 og tveir á yfir 90. Umrædd myndavél er staðsett á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bústaðaveg í vestur en þar er 60 km hámarkshraði.  

Athygli vekur að meðalhraði hinna brotlegu er nú öllu lægri en við síðustu vöktun en þá var meðalhraðinn liðlega 77 km/klst. Að þessu sinni mældist heldur ekkert ökutæki á yfir 100 km hraða og það eru sömuleiðis góðar fréttir.