1 Febrúar 2008 12:00

Þrjú innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Talsverðu af tölvubúnaði var stolið úr fyrirtæki í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi var tekið lítilræði af peningum úr einni af stofnunum bæjarins. Nokkru af áfengi var stolið úr ólæstu húsi í Vogahverfi en hið sama átti að gera í einni af vínbúðum borgarinnar en þar gripu starfsmenn karl á þrítugsaldri sem reyndi að komast undan með áfengi sem hann hafði ekki greitt fyrir. Þá var bíl stolið á bílasölu í austurborginni en lögregla þykist vita hver var þar á ferðinni.