27 Ágúst 2008 12:00

Tæplega 200 grömm af fíkniefnum fundust við húsleit á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld. Talið er að um sé að ræða aðallega kókaín og einnig nokkuð af amfetamíni. Karl á fimmtugsaldri var færður á lögreglustöð vegna málsins.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.