14 Janúar 2010 12:00

Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af tveimur karlmönnum á tvítugs og þrítugsaldri í gær. Um er að ræða „góðkunningja“ lögreglunnar og fann lögreglan hjá þeim um 50 gr. af amfetaíni sem þeir höfðu reynt að kasta frá sér er lögregla gerði sig tilbúna til að stöðva ökutæki þeirra. Í framhaldi afskiptanna fór lögreglan á Akureyri í húsleit þar sem um 50 gr. af kannabisefnum fundust.

Í framhaldinu var ákveðið leita á heimili annars aðilans í Reykjavík og var sú húsleit framkvæmd í samstarfi lögreglunnar á Akureyri, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og leitarhunda frá tollinum. Við húsleitina fundust um 200 gr. af hassi, lítilræði af marihuana og amfetamíni og nokkuð af þýfi m.a. fimm farölvur, tölvuflakkari, tölvuturn, 42“ flatskjár og motorcross mótorhjól.