7 Júlí 2010 12:00

Karl á fertugsaldri var handtekinn í miðborginni í nótt eftir að hafa látið þar ófriðlega en maðurinn reyndi að stofna til slagsmála. Hann var bæði með glóðarauga og bólgna vör þegar lögregla kom á vettvang og var því ekið á slysadeild til frekari skoðunar. Ekki gat hann verið þar til friðs og því var maðurinn færður í fangageymslu og látinn sofa úr sér vímuna en hann var verulega ölvaður.