6 Júlí 2011 12:00

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á voveiflegu andláti barns um helgina stendur enn yfir en móðirin, sem er rúmlega tvítug, hefur nú verið flutt á Litla-Hraun þar sem hún er í gæsluvarðhaldi. Konan var lögð inn á sjúkrahús fyrst um sinn en var færð til yfirheyrslu hjá lögreglu síðdegis og í framhaldinu flutt á Litla-Hraun, eins og áður sagði. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.