3 Nóvember 2022 10:58

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka í Reykjavík þriðjudaginn 25. október, en tilkynning um óhappið barst kl. 10.29. Þar varð árekstur tveggja fólksbíla, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Annarri bifreiðinni (bláum Hyundai Tucson) var ekið vestur Breiðholtsbraut, en hinni (ljósgráum Lexus) var ekið austur Breiðholtsbraut og hugðist ökumaður hennar beygja til vinstri á gatnamótum og aka síðan norður Stekkjarbakka þegar árekstur varð með ökutækjunum.

Þau sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is