13 Janúar 2020 08:53
Karlmaður á fimmtugsaldri lést í hörðum árekstri fólksbíls og snjóruðningstækis á Reykjanesbraut, á móts við álverið í Straumsvík, í gærkvöld. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 21.22, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt. Hinn látni ók fólksbílnum, en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.