16 Desember 2008 12:00

Átján ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir aðrir voru úrskurðaðir í farbann. Fimmmenningarnir, sem allir eru pólskir, eru grunaðir um aðild að fíkniefnamáli sem snýst um innflutning á talsverðu magni af e-töflum. Það voru tollyfirvöld sem fundu e-töflurnar en þær voru sendar hingað frá Póllandi. E-töflurnar voru haldlagðar í síðustu viku.