25 Mars 2008 12:00
Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um páskana. Höfð voru afskipti af fjórtán körlum í jafnmörgum málum en nær allir voru með ætluð fíkniefni í fórum sínum, mismikið þó. Átta þeirra eru á þrítugsaldri, einn á fertugsaldri og tveir á fimmtugsaldri. Einn er um sextugt en tveir undir tvítugu. Mennirnir voru stöðvaðir víðsvegar í Reykjavík, flestir í miðborginni eða helmingur þeirra. Flest þessara mála kom upp á skírdag og föstudaginn langa.