21 Apríl 2023 21:08

Fjórir voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 27. apríl á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gærkvöld.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.