5 Október 2012 12:00

Laugardaginn 6. október mun ISAVIA halda flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli, en allir viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu munu koma að henni. Vegna æfingarinnar má búast við umferðartöfum í kringum Reykjavíkurflugvöll frá kl. 10.30 – 15, en auk þess verður Nauthólsvegur, frá Hringbraut að Flugvallarvegi, lokaður á fyrrgreindu tímabili.