21 Júlí 2020 09:09

Í dag, þriðjudaginn 21. júlí, á að fræsa hægri akrein á Hringbraut, frá gatnamótum við Njarðargötu að beygjuakrein við Sæmundargötu. Þrengt verður um eina akrein og lokað tímabundið yfir gatnamótin frá Njarðargötu. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða til staðar, en áætlað er að þessu verði lokið kl. 15. Þá er einnig verið að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg að hringtorgi við Skarhólabraut og ætti því sömuleiðis að vera lokið kl. 15 í dag.

Einnig er vert að nefna að vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar þarf að sprengja klöpp í vegstæðinu og mun sú aðgerð hafa töluvert ónæði fyrir þá sem eru í nágrenninu. Reikna má með að sprengt sé tvisvar á dag alla virka daga og eru gefin hljóðmerki fyrir og eftir sprengingarnar.