16 Mars 2007 12:00
Innbrotsþjófar voru handteknir í Reykjavík í gær en í íbúð þeirra fundust verkfæri sem þykir líklegt að hafi verið stolið úr félagsheimili á höfuðborgarsvæðinu á sama sólarhring. Þá var brotist inn í kjallaraíbúð í austurborginni en húsráðandi saknaði tölvubúnaðar. Á öðrum stað í Reykjavík voru teknir nokkir hlutir úr bifreið en það mál er líka til rannsóknar.
Karlmaður á þrítugsaldri var færður á lögreglustöð í hádeginu í gær en hann var staðinn að þjófnaði í Smáralind. Maðurinn hafði tekið sælgæti án þess að borga fyrir það. Um svipað leyti hafði lögregla afskipti af tveimur 15 ára piltum í annarri verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Piltarnir höfðu gerst sekir um að stela páskaeggjum.