15 Ágúst 2016 18:56

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás og ráni sem átti sér stað á Klapparstíg í Reykjavík um kl. 1.30 aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst, en þar var ráðist á karl á þrítugsaldri og hann laminn og rændur. Þolandinn var staddur neðarlega á Klapparstíg, á milli Hverfisgötu og Lindargötu, þegar á hann var ráðist, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 1.33 þessa sömu nótt. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið marino.ingi@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í síma lögreglunnar 444 1000.