Bílamiðstöð

Síðast uppfært: 5 Október 2015 klukkan 13:56

Ríkislögreglustjórinn er eigandi allra ökutækja lögreglunnar. Hann starfrækir bílamiðstöð lögreglunnar og ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og endurnýjun ökutækja lögreglunnar ásamt öllum búnaði þeirra.

Bílamiðstöð ríkislögreglustjórans er í raun stoðdeild fyrir öll lögreglustjóraembættin. Markmið hennar er aukin hagræðingu í rekstri, samnýting ökutækja og búnaðar og almenn þjónusta við lögreglustjórana.